Meginmál

Kaup Seðlabanka Íslands á gjaldeyri á innlendum millibankamarkaði

ATH: Þessi grein er frá 27. ágúst 2002 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Í ágústhefti ársfjórðungsrits Seðlabanka Íslands Peningamálum var skýrt fráþví að Seðlabankinn hygðist kaupa gjaldeyri á innlendum gjaldeyrismarkaði í þvískyni að styrkja gjaldeyrisstöðu sína. Seðlabankinn hefur kynntviðskiptavökum(1)  á gjaldeyrismarkaði hvernig hann hyggst standa að kaupunum.Stefnt verður að því að kaupa Bandaríkjadali að andvirði allt að 20 milljörðumíslenskra króna fyrir lok næsta árs. Ekki er um eiginlega peningamálaaðgerð aðræða til að hafa áhrif á gengi íslensku krónunnar heldur er markmið kaupannaeinungis að efla gjaldeyrisstöðu bankans.

Seðlabankinnmun kaupa gjaldeyri af viðskiptavökum með tvennum hætti:

1. Regluleg kaup. Allt að þrisvar í viku verðakeyptar 1,5 m. USD (jafnvirði nú um 130 m.kr.) í hvert sinn. Kaupin fara fram ábilinu frá kl. 9:00 til 9:15, mánudaga, miðvikudaga og/eða föstudaga. Fjárhæðhverra kaupa er aðeins brot af venjulegri veltu á innlendagjaldeyrismarkaðnum.

2. Óregluleg kaup . Seðlabankinn er reiðubúinn tilað kaupa gjaldeyri af viðskiptavökum að þeirra frumkvæði í hærri fjárhæðum, enforsenda þess er að gengi krónunnar hafi styrkst frá síðustu skráningu.

Telji Seðlabankinn aðstæður á gjaldeyrismarkaði þannig að ekki séu forsendurtil gjaldeyriskaupa þegar þau hefðu annars farið fram áskilur hann sér rétt tilað eiga ekki viðskipti að sinni.

Regluleg gjaldeyriskaup á markaði hefjast 2.september n.k.

Nánari upplýsingarveita bankastjórar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 28/2002

27. ágúst 2002

(1) Viðskiptavakar á gjaldeyrismarkaðieru: Búnaðarbanki Íslands hf., Kaupþing banki hf., Íslandsbanki hf. ogLandsbanki Íslands hf.