Meginmál

Seðlabanki Íslands lækkar vexti

ATH: Þessi grein er frá 30. ágúst 2002 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækkavexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,3 prósentur í7,6% frá næsta uppboði sem haldið verður 3. september n.k.

Seðlabankinn lækkaði síðast vexti í endurhverfum viðskiptum um 0,6 prósentur1. ágúst sl. Með vaxtalækkuninni sem nú hefur verið ákveðin hefur bankinn lækkaðþessa vexti samtals um 2,5 prósentur frá byrjun apríl sl. og um 3,8 prósenturfrá því að þeir urðu hæstir á fyrri hluta árs 2001.

Í ársfjórðungsriti sínu Peningamálum sem gefið var út 1. ágúst sl. gerðiSeðlabankinn grein fyrir mati sínu á stöðu og horfum í efnahags- og peningamálumog birti nýja verðbólguspá. Í inngangi ritsins var greint frá ákvörðunbankastjórnar um að lækka vexti um 0,6 prósentur frá 1. ágúst og síðan sagði:'Þeir verða lækkaðir frekar á komandi mánuðum ef framvindan staðfestir aðverðbólgumarkmið bankans muni nást og þróun eftirspurnar verður eins og nú erútlit fyrir. Vaxi eftirspurn hraðar gæti þetta auðvitað breyst.'

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5% í ágúst og var það nokkru meiri lækkunen búist var við og meiri lækkun en fólst í verðbólguspá bankans sem birt var íbyrjun ágúst. Í gær birti Seðlabanki Íslands Hagvísa ágústmánaðar á heimasíðusinni á veraldarvefnum. Í þeim kemur m.a. fram að vísbendingar séu nú um aðinnlend eftirspurn sé tekin að glæðast á ný eftir langt tímabil samdráttar.Þessi merki sjáist m.a. í greiðslukortaveltu, innflutningi og tekjum ríkissjóðs.Þótt botni samdráttarins kunni að hafa verið náð sé töluverður slaki til staðarog alls ekki sjálfgefið að umtalsverð varanleg uppsveifla sé hafin.Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi sé enn að vaxa og skuldabyrði heimila ogfyrirtækja muni hefta möguleika þeirra til að auka umsvif sín enn um sinn.

Breyting vísitölu neysluverðs í ágúst og upplýsingarnar sem birtast íHagvísum breyta í litlu myndinni sem dregin var upp í ágústhefti Peningamála.Lækkun vaxta nú er því í samræmi við það sem gefið var í skyn í inngangiPeningamála og vitnað var til hér að framan.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnarSeðlabanka Íslands í síma 569 9600.

Nr. 29/2002

30. ágúst 2002