Meginmál

Efnahagsreikningur Seðlabanka Íslands í ágúst 2002

ATH: Þessi grein er frá 5. september 2002 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 1,1 milljarð krónaí ágúst og nam 37,5 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 439 milljónaBandaríkjadala á gengi í mánaðarlok).  Erlend skammtímalán bankans drógustsaman um 2,2 milljarða króna í mánuðinum og námu 17,9 milljörðum króna í lokhans.  Þessar breytingar má rekja til lánahreyfinga ríkissjóðs.  Gengiíslensku krónunnar veiktist í mánuðinum um tæp 3%.

Ímánuðinum var gerður framvirkur samningur um sölu á gjaldeyri viðinnlánsstofnun, en Seðlabankinn hefur skuldbundið sig til að selja stofnuninnigjaldeyri samtals að fjárhæð 3,3 milljarðar króna í þremur áföngum á tímabilinuseptember 2002 til mars 2003.

Markaðsskráð verðbréf íeigu bankans námu 5,1 milljarði króna í ágústlok miðað við markaðsverð. Þar afnámu markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs 1,7 milljörðum króna. 

Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir drógust saman um 4,5milljarða króna í júlí og námu 78,6 milljörðum króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir breyttust lítillega í mánuðinum og námu 6milljörðum króna í mánaðarlok. 

Nettókröfurbankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 2,5 milljarða króna í ágúst ogvoru neikvæðar um 25 milljarða króna í lok mánaðarins, þ.e. nettóinnstæðurríkissjóðs námu 25 milljörðum króna.

Grunnfé bankans stóð því semnæst í stað í ágúst og nam það 38,8 milljörðum króna í mánaðarlok.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Erla Árnadóttiraðal­bókari í síma 569-9600.

               31/2002

5. september 2002