Meginmál

Greiðslujöfnuður og erlend staða þjóðarbúsins á fyrri helmingi ársins 2002

ATH: Þessi grein er frá 5. september 2002 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var 3,3 milljarða krónavið­skiptahalli við útlönd á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 29,8milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Á föstu gengi var hallinn um 31,3milljörðum króna minni á fyrri helmingi ársins en á sama tímabili í fyrra. Áöðrum ársfjórðungi var hallinn 0,8 milljarðar króna samanborið við 11,4milljarða króna halla á sama tíma árið áður. Útflutn­ingur vöru og þjónustujókst á fyrri árshelmingi um 8,5% frá sama tíma í fyrra en inn­flutningurminnkaði um 6,4% reiknað á föstu gengi. Hallinn á þáttatekjum (laun, vextir ogarður af fjárfestingu) og rekstrar­framlögum nettó nam 11,9 milljörðum krónaá fyrri árshelmingi 2002. Hallinn hefur minnkað frá fyrra ári vegna aukinnatekna af beinum fjárfestingum erlendis og lægri vaxtabyrði af erlendum skuldumþar sem vextir lækkuðu á erlendum lánamörkuðum.

Hreint fjárinnstreymi mældist 27,3 milljarðar króna á fyrri árshelmingi 2002. Það skýristað stærstum hluta af erlendum lántökum og skuldabréfaútgáfu í útlöndum, eneinnig mældist nokkuð innstreymi vegna kaupa erlendra aðila á verðbréfum útgefnumá Íslandi. Fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa nam 6,8milljörðum króna sem er nokkuð meira en í fyrra. Bein fjárfesting Íslendingaerlendis var aftur á móti minni á fyrri hluta ársins og nam 5,4 milljörðumkróna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 35,4 milljörðum króna í júnílok og hafðilækkað í krónum talið frá ársbyrjun vegna gengishækkunar krónunnar. Í uppgjörigreiðslujafnaðar jókst forðinn hins vegar um 3,6 milljarða króna vegnagjaldeyriskaupa bankans mælt á viðskiptagengi hvers tíma.

Erlendar skuldir þjóðarinnar námu 569 milljörðum króna umfram erlendar eignirí lok júní sl. Hrein skuldastaða við útlönd lækkaði um 20 milljarða króna áfyrri árshelmingi vegna gengishækkunar krónunnar. Staðan við útlönd hefði batnaðenn meira ef markaðsvirði erlendrar verðbréfaeignar hefði ekki lækkað á samatíma vegna verðlækkunar á erlendum hlutabréfamörkuðum.  Skekkjuliðurgreiðslujafnaðar er stór og neikvæður á fyrri hluta ársins, en talið er að hannstafi af vantöldu fjárútstreymi, annað hvort meiri eignaaukningu eðaskulda­lækkun í útlöndum. Með­fylgjandi yfirlit sýna ítarlegriupplýsingar um greiðslu­jöfnuðinn við útlönd og er­lenda stöðuþjóðarbúsins.

(Leiðrétt hefur verið ein tala, þáttatekjur og framlög,nettó, í janúar-júní 2001. Sú tala var neikvæð um 16,7 ma.kr., en ekki9,5 ma.kr.)

Nánari upplýsingar veitir Jakob Gunnarsson deildarstjóri á tölfræðisviðiSeðlabankans í síma 569-9600.

               30/2002

5.september 2002