Meginmál

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans

ATH: Þessi grein er frá 30. september 2002 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans var haldinn um helginaí Washington. Jafnframt var haldinn haustfundur Fjárhagsnefndar sjóðsins(International Monetary and Financial Committee). Í nefndinni sitja 24 fulltrúarsem eru ráðherrar eða seðlabankastjórar þeirra ríkja sem gegna formennsku íeinstökum kjördæmum sjóðsins. Formaður nefndarinnar er Gordon Brown,fjármálaráðherra Bretlands. Ísland fer með formennsku í kjördæmi Norðurlanda ogEystrasaltsríkja um þessar mundir. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, er fulltrúikjördæmisins í nefndinni og gerði grein fyrir sameiginlegri afstöðu ríkjanna tilviðfangsefna fundarins.

Í ræðu sinni fjallaði Geir H. Haarde um þróun oghorfur í heimsbúskapnum. Hann lagði sérstaka áherslu á mikilvægi frjálsraviðskipta og að skilvirkt stjórnarfar væri lykilatriði í framþróun ríkja. Íumfjöllun um stefnumál Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagði fjármálaráðherra áhersluá mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir fjármálakreppur.Fjármálaráðherra lagði áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld sýni aðhald íríkisrekstri. Einnig áréttaði hann nauðsyn þess að stefna og verklagAlþjóðagjaldeyrissjóðsins væru gagnsæ og aðgengileg almenningi og fagnaðiárangri sem náðst hefur á því sviði.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kynnti ísíðustu viku nýja efnahagsspá þar sem gert er ráð fyrir minni hagvexti en fyrrispár gáfu til kynna. Á ársfundinum var sérstök áhersla lögð á leiðir til aðkomast hjá fjármálakreppum og aðgerðir til að vinna að úrlausn þeirra. Áfundinum voru þróunarmál rædd, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinnhafa í samvinnu við aðrar alþjóðastofnanir lagt aukna áherslu á þennanmálaflokk. Þá var fjallað um áætlun til að sporna gegn peningaþvætti ogfjármögnun hryðjuverka. Loks voru rædd ýmis mál sem snúa að starfsemiAlþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Ræða Geirs H. Haarde fjármálaráðherra er birt í heild sinniá vefsíðum fjármálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands ásamtsameiginlegri fréttatilkynningu fundarins.

Nr. 34/2002

30. september 2002