Meginmál

Seðlabanki Íslands lækkar vexti

ATH: Þessi grein er frá 10. febrúar 2003 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans íendurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,5 prósentur í 5,3% frá uppboðisem haldið verður 18. febrúar n.k. Aðrir vextir Seðlabankans verða lækkaðir um0,5 prósentur 11. febrúar n.k.

Til grundvallar ákvörðun bankastjórnar um lækkun vaxtanú eru verðbólguspá bankans og mat á ástandi og horfum í efnahagsmálum, þ.m.t.þjóðhagsspá, sem birt voru í ársfjórðungsriti bankans Peningamálumá heimasíðu hans í dag. Vísað er íritið um rökstuðning að baki ákvörðuninni.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnarSeðlabanka Íslands, í síma 569-9600.

Nr. 4/2003

10. febrúar 2003