Meginmál

Lánshæfismat Íslands staðfest - Horfur nú stöðugar í stað neikvæðra áður

ATH: Þessi grein er frá 31. mars 2003 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í daglánshæfiseinkunnir Íslands, AA-  fyrir langtímaskuldbindingar í erlendrimynt, AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum og F1+ fyrirskammtímaskuldbindingar í erlendri mynt. Horfunum á mati langtímaskuldbindingavar breytt úr neikvæðum í stöðugar.

Fitch segir íslenska hagkerfið hafa gengið í gegnum nokkuð erfitt skeið en aðþað virðist standa styrkara eftir.  Eftir 6 ára skeið hraðs hagvaxtar, semekki stóðst til lengdar, var horfið frá fastgengisstefnu á árinu 2001 og íkjölfarið hófst hröð aðlögun þjóðarbúsins í átt til jafnvægis. Útlánaþenslan stöðvaðist snögglega, að hluta til vegna þess að innlendirlántakendur gerðu sér betur grein fyrir gengisáhættu sem fylgir lántöku íerlendri mynt. Innlend eftirspurn dróst saman en útflutningur hélt áfram að vaxajafnt og þétt.  Viðskiptajöfnuðurinn breyttist úr 10% halla á árinu 2000 ílítilsháttar afgang á síðasta ári. Verðbólga minnkaði í 2% en atvinnuleysi hefuraukist í aðeins 3,5%.

Þrátt fyrir minni hagvöxt ríkir nánast jafnvægi í ríkisfjármálum. Vegna teknaaf sölu ríkisbankanna ættu heildarskuldir ríkissjóðs að fara undir 40% aflandsframleiðslu á þessu ári.  Fyrri lækkun ríkisútgjalda sem hlutfall afvergri landsframleiðslu hefur snúist við og þarf hugsanlega að taka erfiðarákvarðanir um opinber útgjöld í kjölfar alþingiskosninga í maí, segir í fréttFitch.

Útlánaþenslan olli óhjákvæmilega nokkru útlánatapi hjá bönkunum en við þvíhefur verið brugðist með viðeigandi afskriftum og er meðaleiginfjárhlutfall íbankakerfinu nú aftur komið yfir 12%. Einnig hefur verið tekið tillit til fyrriábendinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um eftirlit með fjármálastofnunum.

Takist að halda ríkisútgjöldum í skefjum eru langtímahorfur í ríkisfjármálumgóðar að mati Fitch enda hefur lífeyrisskuldbindingum ekki verið velt á komandikynslóðir. Aldurssamsetning  þjóðarinnar er hagstæð og er mannfjölgunin hjáþessari tiltölulega ungu þjóð yfir 1% á ári og greiðsla hóflegraeftirlaunaskuldbindinga hefst ekki fyrr en við 67 ára aldur.

Ekki er óeðlilegt að ríki þar sem aldurssamsetning er hagstæð og góður arðurbýðst af fjárfestingum búi við neikvæða hreina skuldastöðu við útlönd. Meðhliðsjón af stærð hagkerfisins hefur Ísland þó gengið lengra í þessa átt ensambærileg hagkerfi eins og Ástralía og Nýja-Sjáland. Íslenska þjóðarbúið hefur,ólíkt þessum tveimur ríkjum aukið erlendar skuldir sínar til að fjármagnahlutabréfakaup. Að mati Fitch er erlend skuldastaða helsta hindrunin fyrir bættulánshæfismati. Hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins gæti lækkað hraðar oglánshæfismatið hækkað ef lífeyrissjóðir draga úr sókn sinni í erlendhlutabréf.

Tengill á heimasíðu Fitch Ratings er: www.fitchratings.com

Nánari upplýsingar að öðu leyti veita Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaðurbankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjórialþjóðasviðs bankans, í síma 5699600.

Nr. 9/2003

31. mars 2003