Meginmál

Matsfyrirtækið Moody's gefur út yfirlýsingu fyrir Ísland

ATH: Þessi grein er frá 5. júní 2003 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Matsfyrirtækið Moody's gefur út yfirlýsingu um að lánshæfiseinkunninAaa fyrir Ísland og mat um stöðugar horfur byggi á aðlögunarhæfni íslenskahagkerfisins og traustri stöðu ríkisfjármála

Í nýrri ársskýrslu matsfyrirtækisins Moody's Investors Service um Íslandsegir að lánshæfiseinkunnin Aaa og mat um stöðugar horfur byggi á aðlögunarhæfnihagkerfisins sem hafi ítrekað sýnt getu til að takast á við verulegt  ójafnvægi. Að aukiséu ríkisfjármál traust, langvinnur pólitískur stöðugleiki ríki og lífskjörtöluvert betri en að jafnaði í öðrum OECD-ríkjum.

Sérfræðingar Moody's segja lánshæfiseinkunnina einnig byggða ákerfisumbótum sem gerðar hafi verið á síðasta áratug og nefnafiskveiðistjórnunarkerfið, markaðsvæðingu, jafnvægi í ríkisfjármálum ogeinkavæðingu.  Í skýrslunni er einnig minnst á auknafjölbreytni útflutnings, bæði innan hins mikilvæga sjávarútvegsgeira og vegnaumtalsverðrar aukningar í álframleiðslu. Einnig séu ríkisskuldir litlar og fariminnkandi.

Íslenska hagkerfið hefur náð nokkuð góðu jafnvægi eftir að hafa ofhitnaðverulega í lok síðasta áratugar. Þá var glímt hart við viðskiptahalla ogverðbólgu. Lítils háttar samdráttur á árinu 2002 fól í sér mýkri aðlögun enMoody's hafði búist við og endurspeglar mikla aðlögunarhæfni hagkerfisins. Aðstórum hluta átti aðlögunin sér stað á ytri hlið hagkerfisins sem þakka mátiltölulega sveigjanlegum vinnumarkaði, upptöku flotgengis snemma árs 2001og  trúverðugu verðbólgumarkmiði.

Moody's segir ákvörðun umvæntanlega álbræðslu og orkuver henni tengd hugsanlega geta orsakað nýttofþensluskeið. Álit sérfræðinga Moody's er að þrátt fyrir að deila megi umálbræðsluna og frekari iðnvæðingu vegna þess að erlendar skuldir með ríkisábyrgðmyndu hækka og þar með auka viðkvæmni lítils og opins hagkerfis fyrir ytriáföllum, þá séu þessar framkvæmdir lykilþættir í því langtímamarkmiðistjórnvalda að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og útflutningi. Einnig er búistvið að framkvæmdirnar hægi á flutningi fólks af landsbyggðinni tilhöfuðborgarsvæðisins.

Ríkisfjármál héldu nokkurnveginn jafnvægi á síðasta ári vegna aðhalds í útgjöldum þótt fjárlagaafgangurhefði horfið með minnkandi skatttekjum. Ef stjórnvöld standa við fyrirheit umbætta útgjaldastýringu á komandi fjárfestingarskeiði stendur eru líkur til þessað afgangur gæti orðið á fjárlögum þegar á árinu 2004. Aðhald í ríkisfjármálumer einnig nauðsynlegt til að ekki reyni um of á peningamálastefnuna og til aðforðast viðskiptahalla og víxlhækkanir launa og verðlags.

Nánari upplýsingar veita Birgir Ísleifur Gunnarsson formaðurbankastjórnar og Jón Þ. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs SeðlabankaÍslands í síma 569-9600.

Nr. 16/2003

5. júní2003