Á fundi í Stykkishólmi 11. júní 2003 undirrituðu bankastjórar seðlabankaDanmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar samkomulag (e. Memorandum ofUnderstanding) um viðbrögð við fjármálaáföllum. Samkomulagið á við þegaralvarleg vandamál steðja að banka með höfuðstöðvar í einu Norðurlandanna ogjafnframt með starfsstöð í öðru norrænu ríki.
Reynslan af erfiðleikum í bankastarfsemi í sumum Norðurlandanna í upphafitíunda áratugar síðustu aldar leiddi í ljós þörfina á því að seðlabankarbregðist skjótt við þegar áföll verða í bankastarfsemi. Á síðustu árum hafa æfleiri bankar fært starfsemi sína til annarra landa en heimalandsins ' þar ámeðal nokkrir norrænir bankar ' og er því nauðsynlegt að norrænu seðlabankarnirí sameiningu greini, ræði og bregðist við fjármálaáföllum.
Samkomulagið á við um áföll banka sem hefur höfuðstöðvar í einuNorðurlandanna og jafnframt starfsstöð í að minnsta kosti einu öðru norrænuríki. Samkomulagið á einvörðungu við um samvinnuna á milli seðlabankanna oghefur ekki áhrif á aðra alþjóðlega samninga, svo sem samning á milli seðlabankaog bankaeftirlitsstofnana innan evrópska seðlabankakerfisins (ESCB) um viðbrögðvið áföllum. Í samkomulaginu er lögð áhersla á nána og viðvarandi samvinnu ámilli seðlabanka og fjármálaeftirlita, einkum þó þegar fjármálaáföll ríðayfir.
Norræna samkomulagið beinist að hagnýtum úrlausnarefnum. Það kveður á um aðhver og einn seðlabankanna geti boðað til fundar í 'starfshópi um viðbrögð viðfjármálaáföllum' sem skipaður er háttsettum fulltrúum bankanna. Jafnframt er ísamkomulaginu vísað til þess hvaða seðlabanki skuli hafa forystuhlutverk áhendi, hvaða samskipti skulu eiga sér stað við fjármálaeftirlit, viðeigandiráðuneyti, bankastjóra og aðra aðila. Samkomulagið tilgreinir þær upplýsingarsem skal afla og greina frá þeim banka sem lent hefur í erfiðleikum. Að lokumeru í samkomulaginu leiðbeiningar um samræmingu á upplýsingum sem seðlabankarnirveita utanaðkomandi aðilum.
Þar sem hver fjármálakreppa hefur sín sérkenni er ekki1 tilgreint í samkomulaginu tilhvaða aðgerða skuli grípa til þess að leysa þau vandamál sem kunna að hafaskapast. Þar sem hér er um samvinnu á milli seðlabanka að ræða snúast þómeginatriði samkomulagsins um leiðir til þess að tryggja lánastofnunum laustfé.
Samkomulagið verður birt á heimasíðum seðlabankanna á næstu dögum.
Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísl. Gunnarsson, formaður bankastjórnarSeðlabanka Íslands, í síma 569-9600.
Nr. 17 /2003
12. júní 2003
1) Í þessari frétt sem birt var12. júní 2003 féll þetta orð, 'ekki', niður.