Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans og tengdir fundirstanda nú yfir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sunnudaginn 21.september var haldinn haustfundur fjárhagsnefndar sjóðsins (InternationalMonetary and Financial Committee, IMFC). Í nefndinni sitja 24 fulltrúar sem eruráðherrar eða seðlabankastjórar þeirra ríkja sem gegna formennsku í einstökumkjördæmum sjóðsins. Formaður nefndarinnar er Gordon Brown, fjármálaráðherraBretlands. Ísland fer með formennsku í kjördæmi Norðurlanda ogEystrasaltsríkjanna árin 2002 og 2003. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, erfulltrúi kjördæmisins í nefndinni og gerði grein fyrir sameiginlegri afstöðuríkjanna til viðfangsefna fundarins. Ræða fjármálaráðherra og yfirlýsing fjárhagsnefndarinnar eru birtar á vefsíðumfjármálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands.
Í ræðu fjármálaráðherravar fjallað um þróun og horfur í heimsbúskapnum. Hann lagði áherslu á aðaðildarríki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hrintu í framkvæmd aðgerðum, ekki sístskipulagsumbótum, sem stuðluðu að auknum hagvexti. Einnig lagði hann áherslu ámikilvægi þess að þróunarríkjum yrði tryggður greiðari aðgangur aðalþjóðamörkuðum og að ríki heimsins ynnu að því í sameiningu að þúsaldarþróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna (e: Millennium Development Goals) nái fram aðganga. Í umfjöllun um stefnumál Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagði fjármálaráðherraeinkum áherslu á leiðir til þess að styrkja eftirlitshlutverk sjóðsins og leiðirtil að þróa áfram fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrirfjármálakreppur. Einnig áréttaði hann nauðsyn stjórnfestu og gagnsæis.
Áársfundinum flytur Birgir Ísleifur Gunnarson, formaður bankastjórnar SeðlabankaÍslands, ræðu fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Ræðan verður fluttn. k. miðvikudag, 24. september og verður birt að því loknu á heimasíðuSeðlabankans.
Nánari upplýsingar veitir Jón Þ. Sigurgeirsson,framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands í síma 891-6888.
Nr.25/2003
22. september 2003