Meðfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningiSeðlabanka Íslands í lok september 2003 og til samanburðar í lok desember 2002ásamt breytingum í september 2003 og frá ársbyrjun 2003. <'xml:namespace prefix = o ns ="urn:schemas-microsoft-com:office:office" />
Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst í mánuðinum um5,3 milljarða króna og nam 46,4 milljörðum króna í lok september (jafnvirði 611milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Erlend skammtímalán bankans vegnagjaldeyrisforða eru engin, en um síðustu áramót námu þau rúmlega 16 milljörðumkróna.
Seðlabankinnkeypti gjaldeyri á innlendum millibankamarkaði fyrir 4,4 milljarða króna íseptember í samræmi við áætlun hans um aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisstöðusína sem m.a var greint frá í maíhefti Peningamála 2003. Gengi íslensku krónunnar styrktist um 0,4 % íseptembermánuði.
Markaðsskráð verðbréf íeigu bankans námu 4,3 milljörðum króna í septemberlokmiðað við markaðsverð. Þar af námu markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs 1,2milljörðum króna.
Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir lækkuðu um5,9 milljarða króna í september og námu 55,7 milljörðum króna í lok mánaðarins.Kröfur á aðrar fjármálastofnanirlækkuðu einnig um 4,1 milljarð og námu 3,1 milljarði króna ímánaðarlok.
Nettókröfur bankans á ríkissjóð ogríkisstofnanir lækkuðu um 5,3 milljarða króna í september og námu nettóinnstæðurríkissjóðs 28,2 milljörðum króna í lok mánaðarins.
Grunnfébankans lækkaði í september um 9,4 milljarða króna og nam 31,6 milljörðum krónaí mánaðarlok.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar SeðlabankaÍslands og Erla Árnadóttir aðalbókari í síma 569-9600.
No.26/2003