Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur sett nýjar reglur umgreiðslukerfi, annars vegar
reglur um starfsemijöfnunarkerfa
og hins vegar
reglur um stórgreiðslukerfiSeðlabanka Íslands.
Reglurnar koma í stað reglna nr. 951 frá 29. desember2000 um aðgang að uppgjörsreikningum í Seðlabanka Íslands og taka gildi 1.nóvember 2003.
Reglunum er ætlað að skapa traustariumgjörð um örugga og skilvirka starfsemi greiðslukerfa hér á landi svo uppfyllamegi alþjóðlega viðurkennd viðmið í þeim efnum. Þær voru mótaðar í samráðivið stjórn Fjölgreiðslumiðlunar hf.
Athygli er vakin á eftirfarandi breytingumá stórgreiðslumörkum og starfrækslutímastórgreiðslukerfisins:
Breyting ástórgreiðslumörkum
Lágmarksfjárhæð greiðslufyrirmæla semafgreidd eru í stórgreiðslukerfi Seðlabankans verður lækkuð úr 25 milljónumkróna í 10 milljónir króna. Fyrirmæli um greiðslur sem eru 10 milljónir krónaeða hærri verða því afgreidd í stórgreiðslukerfinu. Fyrirmæli um greiðslur alltað 10 milljónum króna verða afgreidd í jöfnunarkerfinu. Þó verða öllgreiðslufyrirmæli vegna uppgjörs í jöfnunarkerfinu og uppgjörsverðbréfaviðskipta afgreidd í stórgreiðslukerfinu án tillits tilfjárhæðar.
Breyting þessi tekur gildi 1. nóvember2003.
Breyting á starfrækslutímastórgreiðslukerfisins
Almennur starfrækslutímistórgreiðslukerfisins, sem verið hefur frá kl. 8.45 til kl. 18.00 á almennumbankadögum, styttist og verður frá kl. 9.00 til kl. 17.00 á almennum bankadögum.Frá kl. 8.45 til kl. 9.00 verður kerfið þó opið fyrir greiðslufyrirmæli vegnauppgjörs verðbréfaviðskipta. Þá verður kerfið opið frá kl. 17.00 til kl.17.30 fyrir innbyrðis uppgjör banka.
Breyting þessi tekur gildi 1. nóvember2003.
Nánari upplýsingar
Reglurnar verða birtar í heild sinni á heimasíðu SeðlabankaÍslands og í Stjórnartíðindum.
Nánari upplýsingar veitir HallgrímurÁsgeirsson á fjármálasviði Seðlabanka Íslands í síma569-9600.
Nr.27/2003
20. október 2003