Mánudaginn 17. nóvember hefur Seðlabanki Íslands dreifingu á breyttumfimm þúsund króna seðli. Eldri seðillinn er áfram lögeyrir, en verður smám samantekinn úr umferð.
Nýi seðillinn er í grundvallaratriðum eins og hinn eldri. Á honum eru þófjölmargar endurbætur. Með þeim verður seðillinn öruggari en sá sem fyrir er.Auðveldara verður að greina nýja seðilinn og erfiðara að falsa hann.
Útlitsbreytingarnar felast í því að fyllt er að nokkru út í spássíur sem voruá eldri seðlinum og bætt við þremur sýnilegum öryggisþáttum. Þeir eru gylltmálmþynna, nýtt vatnsmerki og öryggisþráður í litbrigðum. Auk þessa er áseðlinum reitur sem sést í útfjólubláu ljósi og fleiri öryggisþættir sem aðeinsverða greindir með sérstökum búnaði.
Kristín Þorkelsdóttir og Stephen A. Fairbairn, grafískir hönnuðir, teiknuðueldri fimm þúsund króna seðilinn, og vann Kristín að endurnýjun hans nú.Seðillinn er prentaður í seðlaprentsmiðju De La Rue plc í Englandi.
Af eldri gerð seðilsins er rúmlega ein milljón eintaka í umferð. Komið var aðnýrri prentun, og var ákveðið að fjölga öryggisþáttum af því tilefni. Prentaðarhafa verið tvær milljónir nýrra seðla. Kostnaður af upplaginu er rúmlega 23m.kr., og þar af eru rúmlega 2 m.kr. vegna nýju öryggisþáttanna.
Í tilefni af útgáfu breytts seðils verður kynningarefnisent á hvert heimili í landinu. Þar er greint frá öryggisþáttum nýja fimm þúsundkróna seðilsins og eldri seðla. Á heimasíðu Seðlabankans er sömu upplýsingar aðfinna auk margháttaðs annars fróðleiks um íslenska seðla og mynt fyrr og nú.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Tryggvi Pálsson,framkvæmdastjóri fjármálasviðs, í síma 569 9600.
Nr. 29/2003
14. nóvember 2003