Meginmál

Seðlabanki Íslands gefur út innstæðubréf

ATH: Þessi grein er frá 22. desember 2003 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Í nóvemberhefti ársfjórðungsrits Seðlabanka ÍslandsPeningamála var greint frá því að bankinn myndi beita aðgerðum til þess að komaí veg fyrir að kaup hans á gjaldeyri á innlendum millibankamarkaði leiddu tilinnlendrar peningaþenslu. Í frétt bankans um nýjar reglur um bindiskyldu 2.desember sl. var greint frá því að bankinn myndi einnig beita aðgerðum til þessað vinna gegn peningaþenslu af völdum breytinganna á bindiskyldu.

Með hliðsjón af framangreindu hefur Seðlabanki Íslands ákveðið að efna tiluppboðs á 14 daga innstæðubréfum þriðjudaginn 30. desember n.k. Tilgangurútgáfunnar verður að draga úr lausafé í umferð og þar með úr þensluáhrifum þess.Tilkynnt verður um heildarfjárhæð uppboðsins þriðjudaginn 30. desember.Seðlabankinn mun efna til frekari uppboða á innstæðubréfum eftir því semaðstæður gefa tilefni til. Lánastofnunum mun einnig standa til boða að kaupainnstæðubréf til 90 daga. Þau verða ekki seld á uppboði.

Bindiskyldar lánastofnanir geta tekið þátt í uppboðinu. Að öðru leyti gildaum þessi viðskipti reglur Seðlabanka Íslands um viðskipti bindiskyldralánastofnana við bankann nr. 385 frá 29. maí 2002.

Nánari upplýsingar veita Birgir Ísl. Gunnarsson formaður bankastjórnarSeðlabanka Íslands og Tómas Örn Kristinsson framkvæmdastjóri peningamálasviðs ísíma 569-9600.

Nr. 34/2003

22. desember 2003