Fara beint í Meginmál

Laust starf í Seðlabanka Íslands 16. janúar 2004

Auglýst er laust til umsóknar starf fyrir hagfræðing á fjármálasviði Seðlabanka Íslands. Æskilegt er að umsækjandinn hafi a.m.k. meistarapróf í hagfræði og starfsreynslu. Ritfærni á íslensku og ensku er nauðsynleg. Helstu verkefni hagfræðingsins verða m.a. að fylgjast með samspili efnahagsþróunar, hagstjórnar og fjármálalegs stöðugleika, að sinna rannsóknum um fjármálastöðugleika og skrifa um efnið í rit Seðlabankans.