Meginmál

Forstöðumaður skjalastöðvar

ATH: Þessi grein er frá 23. janúar 2004 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands auglýsir laust til umsóknar nýtt starf forstöðumanns skjalastöðvar bankans. Verkefni skjalastöðvar verður að hafa umsjón með skjalasýslu í bankanum, þar með talið móttöku og dreifingu pósts. Skjalastöð mun heyra undir rekstrarsvið bankans.

Forstöðumaðurinn þarf að hafa menntun í bókasafns- og upplýsingafræði og reynslu af rafrænni skjalastjórn auk þess að búa yfir góðri tölvukunnáttu og hæfni í mannlegum samskiptum. Seðlabankinn notar DME-skjalastjórnarkerfi.

Upplýsingar um starfið veitir Ingvar A. Sigfússon, rekstrarstjóri, í síma 5699600. Umsóknum skal skilað fyrir 12. febrúar 2004 til starfsmannastjóra Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík.