Háskóli Íslands og Seðlabanki Íslands undirrituðu ídag samstarfssamning um eflingu kennslu og rannsókna í peningahagfræði viðViðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Samkvæmt honum styrkir SeðlabankiÍslands Háskóla Íslands á árunum 2004 til 2007 til að standa undir kostnaði afstöðu háskólakennara í peningahagfræði. Seðlabankinn stuðlar með þessu aðaukinni þekkingu þeirra sem útskrifast úr Viðskipta- og hagfræðideild áhlutverki og áhrifum peningastefnu og bættri þjóðfélagslegri umræðu um hana.Samningurinn er gerður í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar og 50 áraafmæli Fjármálatíðinda.
Háskólakennarinn mun sinna kennslu og rannsóknum á sviði fræðilegrar oghagnýtrar peningahagfræði. Meðal annars er átt við hlutverk seðlabanka íhagstjórn, stjórntæki hans, miðlun aðgerða hans um fjármálakerfið og áhrifá hagkerfið og samspil við aðra hagstjórn. Einnig er átt við gengismál ogalþjóðleg peningamál. Æskilegt er að háskólakennarinn geti í einhverjum mælisinnt rannsóknum á sögu peningamála á Íslandi.
Háskólakennarinn mun kynna rannsóknir sínar á opinberum vettvangi, m.a. ímálstofum í Seðlabanka Íslands og í útgáfum á vegum bankans. Jafnframt miðlarhann af þekkingu sinni um peningamál á innlendum vettvangi.
Starfið verður auglýst eigi síðar en 1. apríl 2004 og í það ráðið til þriggjaára frá 1. ágúst 2004.
Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnarSeðlabanka Íslands í síma 569 9600.
Nr. 5/2004
2. mars 2004