Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af
peningakröfum. Frá og með 1. maí nk. verður breyting á almennum vöxtum
Seðlabanka Íslands í II. kafla vaxtatilkynningarinnar. Að þessu sinni nær
breytingin til lækkunar almennra vaxta verðtryggðra lána um 0,1 prósentustig, úr
5,5% í 5,4%. Almennir vextir óverðtryggðra lána haldast óbreyttir. Í III. kafla
vaxtatilkynningarinnar hækka dráttarvextir peningakrafna í Sterlingspundum um
0,5% en dráttarvextir peningakrafna í sænskum krónum lækka um 0,5%.
Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum
ATH: Þessi grein er frá 23. apríl 2004 og er því orðin meira en 5 ára gömul.