Meginmál

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum

ATH: Þessi grein er frá 16. júní 2004 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti ogvexti af peningakröfum. Í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabanka um 0,2prósentur þann 11. maí sl.  og 0,25 prósentur 8. júní sl. verður breyting áI. kafla vaxtatilkynningarinnar. Grunnur dráttarvaxta til útreikningsdráttarvaxta af peningakröfum í krónum hækkar því til samræmis breyttumstýrivöxtum um 0,45% eða úr 5,3% í 5,75%. Vanefndaálag hækkar um 0,05 prósenturog því hækkar samtala grunns dráttarvaxta og vanefndaálags um 0,5% eða úr 17,0%í 17,5% þann 1. júlí næstkomandi. Aðrir þættir vaxtatilkynningar hafa ekkibreyst.