Meginmál

Arnór Sighvatsson ráðinn aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 22. júní 2004 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að ráðaArnór Sighvatsson aðalhagfræðing bankans sem jafnframt er framkvæmdastjórihagfræðisviðs bankans. Ráðningin gildir frá 23. júní 2004.

Arnór hefur verið staðgengill aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands frá 1995 ogdeildarstjóri á hagfræðisviði bankans, en hann  hóf störf í bankanum árið1990. Um tveggja ára skeið var Arnór aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjáAlþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Þá starfaði hann um hríð viðháskólakennslu í Bandaríkjunum og vann um skeið á Hagstofu Íslands.

Arnór lauk doktorsprófi í hagfræði árið 1990 frá Northern Illinois Universityí Bandaríkjunum, en hafði áður lokið mastersprófi þaðan í sömu grein.

Arnór hefur ritað fjölda greina í fræðileg og fagleg tímarit um efnahagsmálog peningamál, einn eða í samvinnu við aðra. Meginviðfangsefni Arnórs í þessumgreinum hafa verið alþjóðleg efnahagsmál, alþjóðaviðskipti, gengismál ogpeningamál. Þá hefur Arnór sinnt ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum fyrirSeðlabanka Íslands.

Arnór er fæddur árið 1956, er kvæntur Eddu Hrönn Atladóttur og eiga þau þrjúbörn.

Aðrir umsækjendur um stöðu aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands voru ÁsgeirDaníelsson, Jóhann Rúnar Björgvinsson, Þorsteinn Þorgeirsson og Þórarinn G.Pétursson.

Nr. 18/2004

22. júní 2004