Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum 23. ágúst 2004
ATH: Þessi grein er frá 23. ágúst 2004 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Þann 1. september nk. hækka almennir vextir óverðtryggðra lána um 0,5 prósentur úr 8,0% í 8,5% þegar tekið hefur verið mið af lægstu vöxtum óverðtryggðra skuldabréfalána á markaði. Hækkunin hefur áhrif á vexti skaðabótakrafna, sem taka mið af almennum óverðtryggðum vöxtum og hækka úr 5,3% í 5,7%. Auk þessa hækka dráttarvextir af peningakröfum í sterlingspundum úr 7,5% í 8,0%.