Meginmál

Greiðslujöfnuðurinn við útlönd

ATH: Þessi grein er frá 6. september 2004 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fimmtudaginn 2. september sl. birti Seðlabanki Íslandsfrétt um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins á öðrumársfjórðungi 2004. Í niðurlagi fréttarinnar var þess getið að í dag, mánudaginn6. september, yrðu birt töfluyfirlit um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu íHagtölum Seðlabankans á heimasíðu bankans. Í fréttinni kom einnig fram að tölurfyrri ára hefðu verið endurskoðaðar. Þessi yfirlit hafa nú verið birt. Sérstökathygli er vakin á endurskoðun eldri talna, einkum vegna þess að nýtt uppgjörleiðir í ljós að viðskiptahallinn við útlönd var minni í fyrra en áður hafðiverið greint frá, tæpir 32 milljarðar króna í stað 43,5 milljarða króna.Breytingin á að öllu leyti rætur að rekja til nýrra upplýsinga um þáttatekjurnettó, þ.e. um vaxta- og arðgreiðslur. Þá var afgangurinn á fjármagnsjöfnuði munminni 2003 en áður birtar bráðabirgðatölur gáfu til kynna og liðurinnskekkjur og vantalið, nettó,hefur minnkað. Aðrar breytingar voru mun minni.

Alkunna er að uppgjör greiðslujafnaðar er mikilli óvissu háð hvar sem er íheiminum og endanlegt uppgjör verður jafnan til með umtalsverðri töf. Þá hefuraukið frelsi á fjármagnsmarkaði og fjölbreytilegri fjármagnsviðskipti gerterfiðara um vik en áður að afla nákvæmra og tímanlegra gagna umfjármagnshreyfingar á milli Íslands og annarra landa.

Þá er vakin athygli á að í texta fréttarinnar sl. fimmtudag misritaðist eintala og að í töflunni um erlenda stöðu þjóðarbúsins riðluðust tölur um gengiBandaríkjadals. Hvort tveggja hefur verið leiðrétt í fréttinni eins og hún erbirt á heimasíðu bankans.

Nánari upplýsingar veitir Jakob Gunnarsson deildarstjóri á tölfræðisviðiSeðlabanka Íslands í síma 569 9600.

Nr. 24/2004

6. september 2004