Í meðfylgjandi töflu er sýndur efnahagsreikningur Seðlabanka Íslands í lokoktóber 2004 og til samanburðar í lok september 2004 og í lok desember 2003.
Seðlabankinn keypti gjaldeyri á innlendum millibankamarkaði fyrir 1,4milljarða króna í október sl. í samræmi við áður kynnta áætlun hans um aðgerðirtil að styrkja gjaldeyrisstöðu sína. Gjaldeyrisforði bankans minnkaði um 5milljarða króna í mánuðinum og nam 66,1 milljarði króna í lok mánaðarins semjafngildir 959 milljónum Bandaríkjadala miðað við gengi í mánaðarlok. Þessalækkun má rekja til lánahreyfinga ríkissjóðs og einnig varð nokkurt gengistap ímánuðinum sem stafaði af því að gengi íslensku krónunnar styrktist um 0,12% íoktóber.
Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir hækkuðu um 11 milljarða króna íoktóber og námu 20,6 milljörðum króna í lok mánaðarins.
Kröfur á aðrar fjármálastofnanir jukust og námu 11,2 milljörðum króna ímánaðarlok.
Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 3,2 milljörðum króna í októberlokmiðað við markaðsverð.
Skuldir Seðlabankans við innlánsstofnanir jukust um 9,6 milljarða króna ímánuðinum og námu 27,6 milljörðum króna í mánaðarlok, en skuldir við aðrarfjármálastofnanir stóðu því sem næst í stað.
Nettóinnstæður ríkissjóðs og ríkisstofnana minnkuðu um 2,9 milljarða króna ognámu 17 milljörðum króna í lok mánaðarins.
Grunnfé bankans hækkaði í október um 9,7 milljarða króna og nam 38,6milljörðum króna í mánaðarlok.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Erla Árnadóttiraðalbókari í síma 569-9600.
Nr. 30/2004
4. nóvember 2004