Nýtt á vefnum: Starfsreglur um ákvarðanir í peningamálum 7. desember 2004
ATH: Þessi grein er frá 7. desember 2004 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Til upplýsingar hefur verið bætt við nýrri síðu hér á vef Seðlabanka Íslands. Þar er greint frá því hvernig staðið er að ákvörðunum í peningamálum. Þegar bankastjórn Seðlabanka Íslands tekur ákvarðanir í peningamálum, t.d. um breytingu á vöxtum Seðlabanka Íslands í viðskiptum við bindiskyldar innlánsstofnanir, þarf hún að fylgja tilteknum vinnureglum sem samþykktar hafa verið.