Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu umdráttarvexti og vexti af peningakröfum. Tvisvar á ári geturSeðlabankinn breytt dráttarvöxtum af peningakröfum í krónum. Frá og með 1. janúar öðlast gildibreyting á grunni dráttarvaxta til samræmis við breytta stýrivexti.Dráttarvextir í krónum hækka þá úr 17,5% í 20,0%. Vextir óverðtryggðra lánahækka um eina prósentu frá fyrri mánuði í kjölfar hækkunar vaxtainnlánsstofnana vegna breytinga stýrivaxta. Almennir vextir óverðtryggðra lánaverða því 10,0%. Vextir skaðabótakrafna hækka til samræmis við hækkunóverðtryggðra vaxta og verða 6,7%. Vextir verðtryggðra lána lækka tilsamræmis við lægstu vexti innlánsstofnana og verða 4,15%. Engar breytingarverða á dráttarvöxtum peningakrafna í erlendri mynt að þessu sinni.
Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum
ATH: Þessi grein er frá 14. desember 2004 og er því orðin meira en 5 ára gömul.