Í dag, fimmtudaginn 16. desember kl. 15.00,verður haldin málstofa í fundarsal Seðlabanka Íslands, Sölvhóli. Málshefjandi erTryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans og ber erindi hansheitið: Alþjóðavæðing bankanna og áhrif á starfsemi Seðlabankans.
Ágrip erindis Tryggva Pálssonar:
Á allra síðustu árum hafa íslenskubankarnir breyst úr staðbundnum viðskiptabönkum í fjármálafyrirtæki sem skiptajafnt við erlenda viðskiptamenn sem innlenda. Auk lána og annarrar þjónustu semveitt er erlendum aðilum frá Íslandi hefur verið byggt upp net starfsstöðvabankanna erlendis, bæði útibúa og dótturfélaga. Stærstu áfangarnir í útrásbankanna réðust í ár með yfirtökum á erlendum bönkum. Þungamiðjaefnahagsreikninga íslensku bankanna er að færast til útlanda en höfuðstöðvar,lausafjárstjórn og áhættustýring er áfram á Íslandi.
Í málstofunni verða dregnar saman nokkrar staðreyndir um alþjóðavæðinguíslensku bankanna, tæpt á niðurstöðum rannsókna á yfirtökum banka, minnst ámöguleika og hindranir innan EES og rætt um áhrif alþjóðavæðingarinnará starfsemi Seðlabankans er varðar fjármálastöðugleika.