Fara beint í Meginmál

Laust starf til umsóknar 8. júní 2005

Seðlabanki Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á fjármálasviði. Viðfangsefni fjármálasviðs lúta að stöðuleika og öryggi fjármálastofnana og markaða og greiningu á grunnþáttum fjármálakerfisins. Starfssvið sérfræðingsins verður m.a. að móta tillögur um stefnu á sviði greiðslumiðlunar í samræmi við alþjóðlega staðla og tekur þátt í mótun reglna.