Meginmál

Bein fjárfesting Íslendinga erlendis og bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi

ATH: Þessi grein er frá 15. júlí 2005 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Í dag voru birtar á heimasíðu Seðlabanka Íslands bráðabirgðatölur um beina fjárfestingu Íslendinga erlendis og um beina fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi í tilteknum löndum og í einstökum atvinnugreinum fyrir árið 2004. Þessar upplýsingar eru nánari sundurliðun á tölum um beina fjárfestingu sem birtar eru ársfjórðungslega í greiðslujöfnuði við útlönd.