Formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands Birgir Ísleifur Gunnarsson hefur tilkynnt forsætisráðherra að hann óski að láta af störfum frá og með 1. október n.k. og hefur ráðherra fallist á beiðni hans. Birgir Ísleifur verður sjötugur í júlí á næsta ári og hefði orðið að láta af störfum í síðasta lagi í lok þess mánaðar.
Nánari upplýsingar veitir Ingimundur Friðriksson aðstoðarbankastjóri í síma 569-9600.
Nr. 25/2005
7. september 2005