Meginmál

Málstofa í dag um túlkun vaxtagagna

ATH: Þessi grein er frá 8. nóvember 2005 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Málstofa verður haldin í dag, þriðjudaginn 8. nóvember  kl.15.00 í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Málshefjandi er Helgi Tómasson, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og ber erindi hans heitið: „Nýjar aðferðir við túlkun vaxtagagna“. 

Útdráttur:

Viðskiptagögn með skuldabréf eru greind með túlkun á líkani í samfelldum tíma eins og t.d. Cox-Ingersoll-Ross líkanið. Nýlegar aðferðir við að reikna sennileikafall fyrir strjál gögn í líkönum í samfelldum tíma eru kynntar. Gögn um viðskipti með íslensk ríkisskuldabréf eru notuð sem dæmi.

Vinsamlegast athugið að fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.