Rannsóknarritgerð (Working Paper) nr. 29, „The residential housing market in Iceland: Analysing the effects of the recent mortgage market restructuring“ eftir Lúðvík Elíasson og Þórarin G. Pétursson er komin út. Í henni er metið líkan af innlendum húsnæðismarkaði og lagt mat á áhrif nýlegra umbreytinga á innlendum húsnæðislánamarkaði á húsnæðisverð og íbúðafjárfestingu. Meginniðurstaðan er sú að umbreytingin hafi ein og sér leitt til rúmlega 20% hækkunar húsnæðisverðs umfram það sem ella hefði verið.
Ný rannsóknarritgerð um húsnæðislánamarkaðinn er komin út
ATH: Þessi grein er frá 28. febrúar 2006 og er því orðin meira en 5 ára gömul.