Meginmál

Fjármálastöðugleiki 2006

ATH: Þessi grein er frá 25. apríl 2006 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fimmtudaginn 4. maí 2006 gefur Seðlabanki Íslands út skýrsluna Fjármálastöðugleika 2006. Hún verður birt á heimasíðu bankans á íslensku og ensku eftir kl. 16.00 þann dag. Fréttamannafundur verður haldinn á íslensku í húsakynnum Seðlabanka Íslands kl. 16.00 4. maí. Boðið verður upp á kynningu á ensku fyrir erlenda fréttamenn og sérfræðinga kl. 17.00 á sama stað.

Frekari upplýsingar um fundina veitir Stefán Jóhann Stefánsson í síma 569-9623.

15/2006

25. apríl 2006