Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,75 prósentur frá og með 23. maí n.k. í 12,25%. Aðrir vextir bankans verða einnig hækkaðir um 0,75 prósentur frá 21. maí n.k.
Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands um vexti verður að óbreyttu birt fimmtudaginn 6. júlí n.k. um leið og næsta hefti Peningamála verður gefið út.
Nr. 18/2006
18. maí 2006