Meginmál

Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál

ATH: Þessi grein er frá 8. ágúst 2006 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Í dag þriðjudaginn 8. ágúst birti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skýrslu um íslensk efnahagsmál á heimsíðu sinni

(www.imf.org).

Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum (e. Staff Report for the 2006 Article IV Consultation) sem samin var eftir heimsókn sérfræðinga sjóðsins hingað til lands í maí sl. (sjá frétt Seðlabanka Íslands nr. 17/2006 frá 15. maí 2006). Skýrslunni fylgja tveir viðaukar (Selected Issues Papers) sem fjalla annars vegar um fjármálareglur og sveiflur í þjóðarbúskapnum og hins vegar um áhættu og veikleika í íslenska bankakerfinu.

Á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur einnig verið birt fréttatilkynning um útgáfu skýrslunnar og umræðu sem fram fór um hana í framkvæmdastjórn sjóðsins föstudaginn 4. ágúst sl.

Nánari upplýsingar veita Davíð Oddsson formaður bankastjórnar eða Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 29/2006

8. ágúst 2006