Meginmál

Lántaka til styrkingar gjaldeyrisforða

ATH: Þessi grein er frá 3. nóvember 2006 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaráðherra og bankastjórn Seðlabanka Íslands hafa undanfarna mánuði átt viðræður um styrkingu á gjaldeyrisforða bankans. Umsvif innlendra fjármálastofnana hafa aukist mikið undanfarin ár auk þess sem erlendir fjárfestar eru orðnir virkir í viðskiptum á innlendum fjármálamörkuðum. Hvort tveggja gefur tilefni til styrkingar á erlendri stöðu bankans. 

Í umboði fjármálaráðherra hefur Seðlabanki Íslands falið Barclays Capital, Citigroup and Dresdner Kleinwort að hefja undirbúning að lántöku á evrumarkaði. Andvirði væntanlegrar lántöku verður varið að fullu til styrkingar á gjaldeyrisforða bankans. Útgáfunni verður hleypt af stokkunum að undangenginni kynningu meðal væntanlegra fjárfesta. 

Nánari upplýsingar veita bankastjórn Seðlabanka Íslands eða Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs í síma 569-9600. 

Nr. 40/2006 

3. nóvember 2006