Fara beint í Meginmál

Matsfyrirtækið Moody´s Investors Service hefur gefið út lánshæfiseinkunn Aaa fyrir nýja skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs Íslands 21. nóvember 2006

Matsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur gefið út lánshæfiseinkunnina Aaa fyrir nýja skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs Íslands til fimm ára að fjárhæð einn milljarður evra. Lánshæfiseinkunn nýju skuldabréfaútgáfunnar er sú sama og er í gildi fyrir ríkissjóð Íslands, þ.e. Aaa fyrir skuldbindingar í innlendri og erlendri mynt. Horfur fyrir lánshæfismatið eru stöðugar.