Meginmál

Málstofa um skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

ATH: Þessi grein er frá 28. nóvember 2006 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

 Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur, flytur erindi á málstofu Seðlabanka Íslands um skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum. Málstofan er haldin í Sölvhóli, Seðlabanka Íslands, og hefst kl. 15.00 Á málstofunni verður kynnt rannsókn á skammtímaviðbrögðum á hlutabréfamarkaði við tilkynningu á yfirtökum og samrunum í Kauphöll Íslands á tímabilinu 1996-2005. Niður­stöður erlendra rannsókna benda til þess að skammtímaáhrif á hlutabréfaverð þess fyrirtækis sem eftir stendur við yfirtöku eða samruna séu almennt lítil og leiði jafnvel til lækkunar á hlutabréfaverði. Undantekningin virðist vera dálítil hækkun þegar um er að ræða minni fyrirtæki. Rannsókn þessi leiðir í ljós að hlutabréfaverð á íslenskum markaði hækkar umtalsvert þegar um meiriháttar yfirtökur eða samruna er að ræða en breytist ekki við minniháttar yfirtöku eða samruna.  Sjá nánar