Meginmál

Viðmiðunargengi erlendra gjaldmiðla

ATH: Þessi grein er frá 1. desember 2006 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Daglega er skráð opinbert viðmiðunargengi tíu gjaldmiðla, sbr. 19. gr. laga nr. 36 frá 22. maí 2001 um Seðlabanka Íslands. Skráð er kaup-, sölu- og miðgengi þessarra gjaldmiðla. Í dag hefst skráning miðgengis tuttugu og fimm gjaldmiðla til viðbótar og verður það birt á heimasíðu bankans daglega hér eftir. Athygli er vakin á því að varðandi þá gjaldmiðla sem nú bætast við er ekki um að ræða opinbert viðmiðunargengi í skilningi laganna sem vitnað var til, aðeins skráð miðgengi.

Opinbert viðmiðunargengi er skráð fyrir eftirtalda gjaldmiðla:

Bandaríkjadalur

 USD   

Sterlingspund 

 GBP   

Kanadadalur 

 CAD   

Dönsk króna 

 DKK   

Norsk króna 

 NOK

Sænsk króna 

 SEK  

Svissneskur franki 

 CHF   

Japanskt jen 

 JPY  

Sérstök dráttarréttindi 

 XDR

Evra 

 EUR

Kínverskt júan

 CNY   

Rússnesk rúbla

 

 RUB   

Pólskt slot

 PLN

Eistnesk króna

 

 EEK   

Lettneskt lat

 

 LVL

Litháenskt litas

 

 LTL  

Nígersk næra

 

 NGN   

Tævanskur dalur

 

 TWD 

Suðurkóreskt vonn

 

 KRW

Súrinamskur dalur

 SRD

Ástralíudalur

 

 AUD

Ný-Sjálenskur dalur

 

 NZD

Hong Kong dalur

 

 HKD

Ungversk forinta

 

 HUF

Ísraelskur sikill

 

 ILS

Suður-Afrískt rand

 

 ZAR

Singapúrskur dalur

 

 SGD

Mexíkóskur pesi

 

 MXN

Maltnesk líra

 

 MTL

Tyrknesk líra

 

 TRY

Króatísk kúna

 

 HRK

Indversk rúpía

 

 INR

Búlgarskt lef

 

 BGN

Tékknesk króna

 

 CZK

Brasilískt ríal

 

 BRL



Nánari upplýsingar veitir Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs (

sturla.palsson@sedlabanki.

is) í síma 569-9638.




Nr. 44/2006
1. desember 2006