Meginmál

Moody´s staðfesti lánshæfismat ríkissjóðs Íslands

ATH: Þessi grein er frá 22. desember 2006 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hinn 14. desember síðastliðinn staðfesti matsfyrirtækið Moody´s Investors Service lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati sínu (e. credit opinion). Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar.