Meginmál

Málstofa um húsnæðislánamarkað

ATH: Þessi grein er frá 19. febrúar 2007 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands heldur nokkrar málstofur á hverju ári. Fyrsta málstofan á þessu ári verður þriðjudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Þá munu Þórarinn G. Pétursson og Lúðvík Elíasson fjalla um áhrif nýlegra breytinga á innlendum húsnæðislánamarkaði á húsnæðisverð.

Ágrip:

Árið 2004 voru gerðar grundvallarbreytingar á innlendum húsnæðislánamarkaði sem gerðu það að verkum að veðlánavextir lækkuðu og aðgengi að lánsfé jókst verulega. Í þessari rannsókn eru áhrif breytinganna á innlendan húsnæðismarkað metin. Niðurstöðurnar benda til þess að þær hafi leitt til mikillar hækkunar húsnæðisverðs og framboðs á nýju húsnæði.