Gefin hefur verið út skýrsla frá skrifstofu Norðurlanda og Eystrasaltslanda hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um þau málefni sem hafa verið efst á baugi hjá framkvæmdastjórn sjóðsins síðustu sex mánuði.
Skýrslan fjallar um sex meginmálefni: Val á nýjum framkvæmdastjóra og formanni IMFC, kvótamál (e. quotas and voice), eftirlitshlutverk sjóðsins, lánastarfsemi sjóðsins, stuðning sjóðsins við þróunarríki og fjármál sjóðsins.