Málstofa verður haldin þriðjudaginn 19. febrúar 2008 kl. 15:00 í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli.
Málshefjandi er dr. Þórarinn G. Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands og forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar hagfræðisviðs.
Erindi hans ber heitið Er þetta eitthvert mál? Baráttan við verðbólgu víða um heim.