Meginmál

Fitch hefur breytt horfum Ríkissjóðs Íslands í neikvæðar

ATH: Þessi grein er frá 1. apríl 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að horfum fyrir lánshæfismat Ríkissjóðs Íslands vegna langtímaskuldbindinga í erlendri og innlendri mynt hafi verið breytt í neikvæðar úr stöðugum.

Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar var staðfest A+ (A plús) og fyrir innlendar langtímaskuldbindingar AA+ (AA plús). Samhliða þessu var lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar F1 og landseinkunn AA- (e. country ceiling ratings) staðfest. Breytingar á horfum ríkissjóðs endurspegla það að lánshæfiseinkunnir þriggja stærstu viðskiptabankanna Glitnis, Kaupþings banka og Landsbanka hafa verið settar til neikvæðrar athugunar (e.  Rating Watch Negative.)