Meginmál

Seðlabanki Íslands gerir gjaldmiðlaskiptasamninga

ATH: Þessi grein er frá 16. maí 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabankar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur hafa gert tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga við Seðlabanka Íslands.

Samningarnir eru viðbúnaðarráðstöfun og veita Seðlabanka Íslands aðgang að evrum gerist þess þörf. Hver samningur um sig veitir aðgang að allt að 500 milljónum evra gegn íslenskum krónum. Seðlabanki Íslands getur dregið á samningana þegar og ef nauðsyn krefur.

Ofangreindir samningarnir auka verulega aðgang Seðlabankans að erlendu lausafé og mun bankinn auka þann aðgang enn frekar á næstunni.

Fréttatilkynningar frá þeim seðlabönkum sem hlut eiga að máli er að finna á heimasíðum þeirra:

Sveriges Riksbank (http://www.riksbank.se)

Frétt nr. 17/2008

16. maí 2008