Meginmál

Framkvæmd peningastefnu með minnsta fljótandi gjaldmiðil í heimi

ATH: Þessi grein er frá 20. maí 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands, hélt erindi hjá Federal Reserve Bank of New York 16. maí sl. um reynsluna af framkvæmd peningastefnu með minnsta fljótandi gjaldmiðil í heimi á tímum lausfjárgnóttar og fjármálakreppu í heimsbúskapnum.

Erindi hans, sem flutt var á ensku nefnist: „The Icelandic Saga: Conducting monetary policy with the smallest freely floating currency in the world through periods of amble global liquidity and credit crisis.“