Meginmál

Samkomulag á sviði rannsókna

ATH: Þessi grein er frá 24. september 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands og Gylfi Zoega, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, hafa gert með sér samkomulag á sviði rannsókna. Í samkomulaginu felst að Gylfi vinnur að rannsóknum er tengjast starfssviði Seðlabankans í samvinnu við sérfræðinga á hagfræðisviði bankans.

Hann mun einnig verða til ráðgjafar hvað áhrærir áformaðar rannsóknir í Seðlabankanum á sambandi fjármálaskilyrða og fjárfestingar fyrirtækja. Samkomulagið gildir í ár.