Japanska matsfyrirtækið R&I Rating tilkynnti í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir erlendar skuldbindingar í AA úr AA+.
Vegna þess að ekki er hægt að útiloka frekari aðgerðir til stuðnings fjármálakerfinu í heild hefur R&I einnig sett lánshæfiseinkunn ríkissjóðs á eftirlit (e. Rating Monitor) fyrir hugsanlega lækkun.
Fréttatilkynningu R&I Rating er hægt að nálgast hér:
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bankastjórnar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.