Meginmál

Efling gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 7. október 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, tilkynnti formanni bankastjórnar Seðlabankans í morgun að staðfest hefði verið að Rússland myndi veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra.

Lánið mun verða til 3 - 4 ára á kjörum sem munu verða á bilinu 30 - 50 punktum yfir Libor-vöxtum. Putin forsætisráðherra Rússlands hefur staðfest þessa ákvörðun.

Forsætisráðherra Íslands hóf athugun á möguleikum á slíkri lánafyrirgreiðslu á miðju sumri. Sérfræðingar Seðlabanka og stjórnarráðsins munu halda til Moskvu mjög fljótlega.

Lánafyrirgreiðsla af þessu tagi mun treysta mjög gjaldeyrisforða Íslands og styrkja grundvöll íslensku krónunnar.

Frétt n r. 33/2008