Meginmál

Seðlabanki Íslands dregur á gjaldmiðlaskiptasamninga

ATH: Þessi grein er frá 14. október 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands hefur í dag dregið á gjaldmiðlaskiptasamninga að fjárhæð 400 milljónir evra. Dregið hefur verið á gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru við seðlabanka Danmerkur og Noregs, og nemur hvor ádráttur 200 milljónum evra.

Hinn 16. maí sl. gerðu seðlabankar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga við Seðlabanka Íslands. Hver samningur um sig veitti aðgang að allt að 500 milljónum evra gegn íslenskum krónum eða alls 1,5 milljörðum evra.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bankastjórnar í síma 569 9600.

Nr. 38/2008

14. október 2008