Fundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sameiginlegur ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans voru haldnir dagana 11.- 13. október 2008 í Washington.
Svíþjóð gegnir formennsku í kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltslanda í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á árunum 2008 og 2009. Seðlabankastjóri Svíþjóðar, Stefan Ingves, talaði fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltslanda í fjárhagsnefndinni.
Ársfundarræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var flutt af fjármálaráðherra Íslands, Árna M. Mathiesen. Ræður fulltrúa kjördæmisins eru birtar í heild sinni á vefsíðum Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.